Varnarmaðurinn Brandon Vincent kom mörgum á óvart í dag er hann gaf út tilkynningu á samskiptamiðla.
Vincent er aðeins 24 ára gamall og á að baki landsleik fyrir Bandaríkin sem hann spilaði fyrir tveimur árum.
Vincent hefur verið fastamaður í liði Chicago Fire síðustu ár og á að baki 85 deildarleiki fyrir félagið í MLS-deildinni.
Varnarmaðurinn hefur aðeins spilað þrjú tímabil í atvinnumennsku en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
,,Þetta gæti komið mörgum á óvart en ég er kominn á þann tíma í lífinu að það væri best fyrir mig að yfirgefa leikinn,“ sagði Vincent.
,,Chicago verður alltaf sérstakur staður fyrir mig og ég verð alltaf þakklátur fyrir þau forréttindi að fá að klæðast treyjunni og spila fyrir hönd borgarinnar.“
,,Ég vil óska félaginu alls hins besta fyrir framtíðina. Takk fyrir frábærar minningar Chicago. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hvað tekur við næst.“