Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester staðfesti í fyrrdag að eigandi félagsins, Taílendingurinn Vichai Srivaddhanaprabha, hefði látist í þyrluslysinu fyrir utan leikvang félagsins síðdegis á laugardag. Alls létust fimm í slysinu og hafa breskir fjölmiðlar nú birt nöfn þeirra.
Slysið varð skömmu eftir að leik Leicester og West Ham lauk á laugardag.
Auk Vichai létust í slysinu flugmenn vélarinnar, Eric Swaffer og kærasta hans, Izabela Roza Lechowicz. Eric þessi var reynslumikill þyrluflugmaður og hafði meðal annars starfað fyrir bresku konungsfjölskylduna, að því er Mail Online segir frá. Hann hafði um tuttugu ára reynslu. Eric hefur verið hampað sem hetju eftir slysið. Hann virðist hafa náð að beina þyrlunni frá mannfjölda sem var á jörðu niðri þegar hún skall niður. Er ljóst að mun verr hefði getað farið. Izabela fæddist í Póllandi en flutti til Bretlands árið 1997 til að leggja stund á enskunám. Þar kynntist hún Eric og lærði síðar flug.
Jose Ragoobeer sem býr í Leicester segir fallega sögu af Srivaddhanaprabha sem reyndi að hjálpa öllum í samfélaginu sem áttu um sárt að binda.
Stór bruni átti sér stað í Leicester í fyrra þar sem Ragoobeer missti konu sína og tvo syni.
,,Fjölskyldan gerði frábæra hluti fyrir samfélagið, fyrir skömmu missti ég konu mína og syni í bruna,“ sagði Ragoobeer.
,,Fjölskyldan borgaði fyrir mig sal svo ég gæti haldið fallega minningarathöfn. Þetta er áfall fyrir mig.“
This man lost his wife and two sons in the Leicester explosion earlier in the year. Vichai Srivaddhanaprabha helped him through that time. This is all just so sad pic.twitter.com/uWHBiltLnc
— Jack Reeve (@JackReeveTNC) October 29, 2018