fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

30 handteknir eftir leik Fram og Víkings – Ráðist að lögreglunni og dómaranum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. október 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Upp úr sauð á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu vorið 1940 í leik Víkings og Fram. Eftir atvik á vellinum veittust áhorfendur að dómara leiksins og þurfti lögreglan að handtaka þrjátíu pilta.

„Uss, það var bara box,“ sagði ungur piltur sem kom af leik Víkings og Fram á Íþróttavellinum. Leikurinn var rólegur í fyrri hálfleik en í þeim seinni færðist harka í hann. Var allt að verða vitlaust á vellinum og þurfti dómarinn, Gunnar Axelsson, margsinnis að hafa afskipti af leikmönnum.

Um tólf hundruð áhorfendur voru á leiknum. Undir lokin hljóp einn áhorfandi inn á völlinn og ætlaði að slá Gunnar en þá kom bakvörður Víkings, Gunnar Hannesson, honum til varnar. Endaði það með því að bakvörðurinn fékk bylmingshögg.

Lögreglan kom aðvífandi og skarst í leikinn og urðu þá margir áhorfendur reiðir. Gerði hópur pilta og fullorðinna manna aðsúg að lögreglunni og dómaranum. Stympingar milli lögreglu og óeirðarseggjanna stóðu lengi yfir inni á Íþróttavellinum og bárust slagsmálin út á Suðurgötuna. Að lokum fór svo að þrjátíu óeirðaseggir voru handteknir, yfirheyrðir og loks sleppt.

Umfjöllun blaðanna var á eina leið; að árásin hafi verið tilhæfulaus og óeirðaseggirnir ættu að fá bann og sektir. Meira að segja blaðamenn Morgunblaðsins og Þjóðviljans voru sammála um það. Úrslit leiksins voru 1-0 Víkingi í vil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Í gær

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu