fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Leifturs og ÍA „grillaði“ Heimi – ,,Bara alvöru menn sem koma úr gettóinu í Breiðholti“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. október 2018 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson þjálfari HB hefur lokið við sitt fyrsta tímabil í Færeyjum, HB hafði átt í vandræðum áður en Heimir kom og tók við í janúar.

Heimir gerði magnaða hluti með HB en liðið vann sigur í deildinni, þar setti liðið stigamet.

,,Það erfiðasta fyrir mig var að búa til sterka liðsheild og fá menn til að vinna saman inni á vellinum, þetta var svolítið einstaklingsframtak,“ sagði Heimir í ítarlegu spjalli við Uni Jógvanson Arge.

Uni Arge er knattspyrnumaður sem Íslendingar þekkja en hann lék með Leiftri og ÍA frá 1998 til 2000.

Heimir fór yfir hverju hann breytti hjá HB og eitt af því voru tvær morgunæfingar á viku og þá fóru leikmenn í jóga.

,,Þetta er hlutur sem ég gerði í mörg ár hjá FH, vera með morungæfingar. Þá getur þú verið með meiri einstaklings æfingar, skipta upp hópnum og og láta sóknarmenn vera sér og svo varnarmennina. Fyrir mér snýst þetta um að HB liðið væri mjög í góðu formi, þetta var ein leið í því. Veðurfarið hér yfir vetrartímann er betra en á Íslandi yfir veturinn, það var frábært að æfa hérna. Sjálfboðaliðarnir voru frábærir í HB, það var morgunmatur eftir æfingar. Það hjálpaði.“

,,Jóga er mjög gott með fótbolta, það er liðleiki og það hjálpar til að koma í veg fyrir meiðsli. Það styrkir ákveðna hluti í líkamanum eins og miðjuna, þar sem allt hangir saman. Þetta hjálpaði til að koma í veg fyrir meiðsli. Við lentum ekki í stórum áföllum.“

Brynjar Hlöðversson spilaði stórt hlutverk hjá HB en hann kom til liðsins frá Leikni í Reykjavík fyrir tímabilið.

,,Brynjar er úr gettóinu í Breiðholti, það eru bara alvöru menn sem koma þaðan. Hann var búinn að spila með Leikni alla sína ævi, í næst bestu deild á Íslandi og í efstu deild. Hann vildi breyta til, ég talaði við menn sem hafa þjálfað og mundi eftir honum sjálfum. Allir sem ég talaði við, töluðu mjög vel um hann, ég hringdi í hann og spurði hvort hann vildi ekki koma.“

Smelltu hér til að hlusta á allt viðtalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Höskuldur: „Getur alveg litið í spegil og sjálfsmyndin er ekkert svert“

Höskuldur: „Getur alveg litið í spegil og sjálfsmyndin er ekkert svert“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“