Riyad Mahrez hefur komið Manchester City aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar en liðið heimsótti Tottenham í kvöld.
Leikið var á ömurlegum Wembley vellinum sem er illa farinn eftir NFL leiki.
Markið kom snemma leiks en Raheem Sterling spólaði sig í gegnum vörn Tottenham og lagði boltann út á Mahrez.
Mahrez sem hafi hægt um sig til að byrja með hjá City er að hitna og kláraði færið auðveldlega.
Tottenham fékk nokkra fína sénsa til að jafna leikinn en mistókst það. City er því komið aftur á toppinn með betri markatölu en Liverpool.