fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Freyr ræðir stórfurðulega tíma hjá Val – ,,Eitt það skrítnasta sem ég hef upplifað á ævinni“

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. október 2018 13:23

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Fyrsti gestur þáttarins er Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins.

Freyr ræddi um ýmislegt í þættinum og á meðal annars tíma sinn hjá Val er hann aðstoðaði Kristján Guðmundsson á sínum tíma.

Aðdragandinn að því er ansi athyglisverður en það var mikið í gangi hjá félaginu áður en ráðning Kristjáns var staðfest.

,,Það var einn sirkusinn. Ég var hættur með kvennaliðið og átti að vera með Gulla Jóns með liðið,“ sagði Freyr.

,,Svo eru stjórnarskipti í Val og Gulli er rekinn. Þetta verður algjör kássa. Þetta er áður en stjórnarskiptin áttu sér stað. Svo koma þau eftir tímabilið og Stjáni er ráðinn.“

Kristján og Freyr þekktust ekki neitt áður en þeir byrjuðu að vinna saman sem gerði hlutina enn skrítnari að hans sögn.

,,Ég var búinn að handsala samning um að verða aðstoðarþjálfari áður en Stjáni kemur inn. Ég þekkti hann ekki neitt en vissi hver hann var. Þetta var mjög skrítið.“

,,Fyrsti fundurinn með Stjána, eins og Stjáni er, það var eitt það skrítnasta sem ég hef upplifað á ævinni.“

,,Ég vissi ekkert út í hvað ég var kominn. Ég hefði enn getað bakkað úr þessu en svo ákveð ég að hitta hann aftur.“

,,Svo á seinni fundinum var hann búinn að mæla mig út og ég hann og þá fann ég að þetta væri að klikka. 2011 tímabilið okkar það var frábært samstarf og við vorum á góðu runni.“

,,Við vorum á toppnum í deildinni eftir 12 umferðir. Varnarleikurinn var frábær og góð holning og liðsheild í gangi.“

,,Svo gerist ýmislegt í klúbbnum á þessum tíma og umhverfið verður erfitt. Það voru stjórnarskipti og vorum að skipta rosa mörgum leikmönnum. Við náðum að búa til geggjaða liðsheild og þetta var gaman en svo fjaraði undan þessu.“

,,Árið 2012 þá vorum við í vandræðum. Við vorum komnir í vond samskipti við stjórn og það endaði þannig að við þurftum báðir að hætta. Við vorum ekki reknir eða neitt þannig.“

,,Ég man að ég átti hörku rifrildi við stjórnina sem ég sé geðveikt eftir í dag. Ég fór í etthvað viðtal eftir og lét þá heyra það, þvílíkur vitleysingur.“

,,Ég sé ennþá eftir því. Ég vann lengi með þessum mönnum og þetta eru svo góðir menn. Þetta eru eldhugar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Blikar geta komist nær hundruðum milljóna í kvöld

Blikar geta komist nær hundruðum milljóna í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefast upp ekki á Sancho þó hann sé ekki spenntur fyrir launapakknum

Gefast upp ekki á Sancho þó hann sé ekki spenntur fyrir launapakknum
433Sport
Í gær

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi
433Sport
Í gær

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal