fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Alisson reiður á Twitter og kallaði stuðningsmann hálfvita – Vill ekki sjá hann í liðinu

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. október 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Alisson hefur þótt standa sig ansi vel síðan hann kom til Liverpool í sumar frá Roma.

Alisson hefur gert nokkur smávægileg mistök í leikjum á tímabilinu og ein stór mistök í leik gegn Leicester.

Hann hefur þó heilt yfir þótt standa sig með prýði og eru flestir stuðningsmenn ánægðir með hans framlag.

Það er ekki hægt að segja um Edwing Tellez sem er stuðningsmaður Liverpool og býr í Mexíkó.

Hann ákvað að láta Alisson heyra það á Twitter í gær og vill meina að Brassinn sé ekki nógu góður til að spila fyrir þá rauðu.

Markvörðurinn var ekki ánægður með þessi ummæli Tellez og ákvað að svara honum fullum hálsi.

,,Sérðu hvernig móttökur þessi ummæli þín eru að fá, hálfvitinn þinn?“ svaraði Alisson.

Tellez hélt þá áfram og vill meina að hann ‘labbi aldrei einn’ en stuðningsmannalag Liverpool er einmitt ‘You Never Walk Alone’.

,,Ég er rauður og það skiptir ekki máli ef þú og fylgjendur þínir kallið mig hálfvita. Ég labba aldrei einn. Þú þarft vinna þér fyrir því að klæðast þessari treyju en það hefurðu ekki gert,“ svaraði Tellez svo.

Alisson endaði þessa umræðu og sagði Tellez að það væri útlit fyrir að hann væri einn á þessari skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Blikar geta komist nær hundruðum milljóna í kvöld

Blikar geta komist nær hundruðum milljóna í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefast upp ekki á Sancho þó hann sé ekki spenntur fyrir launapakknum

Gefast upp ekki á Sancho þó hann sé ekki spenntur fyrir launapakknum
433Sport
Í gær

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi
433Sport
Í gær

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal