Paul Pogba, leikmaður Manchester United, skoraði í dag er liðið vann Everton með tveimur mörkum gegn einu.
Pogba skoraði fyrra mark United í 2-1 sigri en hann fylgdi þá á eftir vítaspyrnu sem Jordan Pickford varði frá honum.
Tilhlaup Pogba vekur verðskuldaða athygli en hann er rosalega lengi að labba að boltanum og skjota að marki.
Það sem vekur meiri athygli er að Usain Bolt, fljótasti maður heims, hljóp 100 metra á sneggri tíma en það tók Pogba að taka spyrnuna.
Bolt er að sjálfsögðu gríðarlega fljótur en margir velta því fyrir sér hver sé tilgangurinn með þessu tilhlaupi Frakkans.
Athyglisverður samanburður sem má sjá hér.
Usain Bolt ran the 100m in less time than it took Paul Pogba to ‘run up’ for his penalty. pic.twitter.com/1s67WOHWhx
— Jordan Elgott (@JElgott) 28 October 2018