Það fer fram stórleikur á Englandi á morgun er lið Tottenham fær Manchester City í heimsókn.
Um er að ræða tvö lið sem spila skemmtilegan bolta og er mikilvægt að grasið á Wembley verði í góðu standi.
Aðeins 24 tímar eru þó í leikinn en það er útlit fyrir að völlurinn verði ekki í sínu besta standi.
Í dag fór fram leikur Jacksonville Jaguars og Philadelphia Eagles í bandarísku NFL deildinni en hann var leikinn á Wembley.
Það er óhætt að segja að grasið hafi litið betur út en það er helst miðja vallarins sem er illa farin.
Myndir af standi vallarins má sjá hér fyrir neðan.