Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton á Englandi, skoraði að sjálfsögðu í dag er liðið heimsótti Manchester United.
Gylfi hefur verið besti leikmaður Everton á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins í deild.
United komst í 2-0 á Old Trafford í dag áður en Gylfi lagaði stöðuna fyrir Everton á 76. mínútu leiksins.
Okkar maður steig þá á vítapunktinn og smellti boltanum örugglega í hægra hornið framhjá David de Gea.
Mark Gylfa má sjá með því að smella hér en það dugði ekki til og tapaði Everton leiknum að lokum 2-1.