fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Suarez með þrennu er Barcelona burstaði Real Madrid

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. október 2018 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona 5-1 Real Madrid
1-0 Philippe Coutinho(11′)
2-0 Luis Suarez(víti, 30′)
2-1 Marcelo(50′)
3-1 Luis Suarez(75′)
4-1 Luis Suarez(83′)
5-1 Arturo Vidal(87′)

Real Madrid er án sigurs í spænsku úrvalsdeildinni í fimm leikjum í röð eftir leik við Barcelona í dag.

Barcelona tók á móti Real í El Clasico og var í raun í engum vandræðum og vann að lokum sannfærandi sigur.

Barcelona komst yfir snemma leiks með marki frá Philippe Coutinho áður en Luis Suarez bætti við öðru úr vítaspyrnu.

Real lagaði stöðuna snemma í síðari hálfleik er Marcelo skoraði og staðan orðin 2-1.

Það breytti þó engu en fyrir lok leiksins bætti Suarez við tveimur mörkum og fullkomnaði þrennu sína á 83. mínútu leiksins.

Arturo Vidal kom inná sem varamaður undir lokin og bætti hann svo við fimmta marki liðsins í öruggum 5-1 sigri.

Barcelona fer á toppinn og er með 21 stig en Real situr í 9. sæti deildarinnar heilum sjö stigum á eftir toppliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk
433Sport
Í gær

Höskuldur: „Getur alveg litið í spegil og sjálfsmyndin er ekkert svert“

Höskuldur: „Getur alveg litið í spegil og sjálfsmyndin er ekkert svert“
433Sport
Í gær

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“