Hræðilegt slys átti sér stað í gær er þyrla hrapaði fyrir utan King Power völlinn sem er í eigu Leicester City.
Leicester leikur í ensku úrvalsdeildinni en félagið var nýbúið að leika við West Ham er atvikið átti sér stað.
Tækið var eign eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha sem er reglulega sóttur með þyrlu eftir leiki.
Því miður hrapaði þyrla hans við bílastæði vallarins skömmu eftir leik og er útlit fyrir að hann hafi verið um borð.
Sky Sports segir nú að eigandinn hafi verið um borð er slysið átti sér stað og var einn af þremur farþegum.
Samkvæmt Mirror voru tvær dætur Vichai einnig um borð og þá tveir flugmenn.
Enn hefur ekkert fengist staðfest en við munum uppfæra ykkur um leið og fréttirnar berast.
Sky Sources: Leicester City owner Vichai Srivaddhanaprabha was among five people on board the helicopter which crashed outside the King Power Stadium
— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) 28 October 2018