Liverpool kom sér á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Cardiff á Anfield.
Liverpool var mun sterkari aðilinn gegn Cardiff í dag en Aron Einar Gunnarsson lék 73 mínútur fyrir gestina.
Mohamed Salah og Sadio Mane sáu um að koma Liverpool í 2-0 áður en Callum Paterson lagaði stöðuna fyrir Cardiff á 77. mínútu leiksins.
Xherdan Shaqiri og Mane bættu svo við tveimur mörkum fyrir heimamenn undir lokin og lokastaðan, 4-1.
Vandræði nýliða Fulham halda áfram en liðið fékk Bournemouth í heimsókn á Craven Cottage.
Bournemouth vann að lokum sannfærandi 3-0 útisigur þar sem Callum Wilson gerði tvö fyrir gestina.
Brighton vann Wolves 1-0, Watford sigraði Huddersfield örugglera 3-0 og Southampton og Newcastle gerðu markalaust jafntefli.
Liverpool 4-1 Cardiff
1-0 Mohamed Salah(10′)
2-0 Sadio Mane(66′)
2-1 Callum Paterson(77′)
3-1 Xherdan Shaqiri(84′)
4-1 Sadio Mane(87′)
Fulham 0-3 Bournemouth
0-1 Callum Wilson(víti, 14′)
0-2 David Brooks(72′)
0-3 Callum Wilson(85′)
Watford 3-0 Huddersfield
1-0 Roberto Pereyra(10′)
2-0 Gerard Deulofeu(19′)
3-0 Isaac Success(80′)
Brighton 1-0 Wolves
1-0 Glenn Murray(48′)
Southampton 0-0 Newcastle