Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, sat fyrir svörum hjá Sky Sports í gær fyrir leik Everton um helgina.
Gylfi hefur verið frábær fyrir Everton á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni.
Það kom ýmislegt skemmtilegt í ljós í viðtali Gylfa við Sky en þar ræðir hann á meðal annars samskiptamiðla, uppáhalds mat og uppáhalds bíómynd.
Gylfi er besti knattspyrnumaður sem við Íslendingar eigum í dag og er klárlega mikilvægasti leikmaður landsliðsins.
Hér fyrir neðan má sjá þær spurningar sem hann svaraði í settinu hjá Sky.
Twitter eða Instagram?
Instagram. Ég er ekki á Twitter. Ég reyni að vera ekki á Twitter. Það er mikið af neikvæðni þar og fólk reynir að fá viðbrögð frá þér.
Hvaða þætti horfir Gylfi á?
Ég horfi ekki á Game of Thrones. Ég nenni ekki að horfa á Game of Thrones, það er óraunverulegt. Ég hef aldrei séð það. Ég hef horft á Narcos, þeir eru góðir.
Ef X-Factor er í gangi þá horfi ég. Ég mæti hins vegar alltaf seint og missi af byrjuninni. Þú þarft að horfa frá byrjun, það er mun betra.
Ef þú værir ekki fótboltamaður og gætir verið meistari í annarri íþrótt, hvaða íþrótt yrði fyrir valinu?
Golf!
Tiger Woods eða Rory McIlroy?
Kannski Tiger því ég horfði á hann þegar ég var yngri. Ég ólst upp og horfði á hann keppa. Ef hann kæmist ekki þá væri gaman að spila með Rory.
Ég hef hitt Rory áður. Eftir fyrsta leikinn minn fyrir Swansea á Old Trafford, þá hafði hann unnið Opna breska meistaramótið.
Eftir leikinn þá beið ég eftir leigubíl og hann labbaði út með bikarinn og ég fékk mynd með honum. Ég bað hann um myndina. Það gerist einu sinni á lífsleiðinni.
Uppáhalds skyndibitastaður?
Nando’s.
Ef þú værir á svindldegi og værir nýbúinn að spila stórleik, hvað myndirðu velja?
Ég held að ég myndi velja Domino’s pítsu. Ég fæ mér bara pepperoni á pítsuna, það er nóg fyrir mig.
Uppáhalds bíómynd?
Þær er svo margar. Sú sem kemur upp í hugann er American Gangster. Ég horfi stundum á rómantískar gamanmyndir. Er Home Alone tekin með? Það er kannski jólamynd. Ég hef séð Love Actually, ég fór ekki að gráta!