fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Stærsta kosningaloforð Guðna að verða að veruleika – KSÍ auglýsir eftir yfirmanni knattspyrnumála

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. október 2018 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, auglýsir laust til umsóknar starf yfirmanns knattspyrnumála. Um er að ræða stærsta kosningaloforð sem Guðni Bergsson, formaður KSÍ var með. Hann er að fá málið í gegn.

Yfirmaður knattspyrnumála/Yfirmaður knattspyrnusviðs:

• Yfirmanni knattspyrnumála ber að efla faglegt starf KSÍ á knattspyrnusviði sambandsins og heyrir undir framkvæmdastjóra.

• Ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best.

• Vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Umsjón og eftirfylgni með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að nýrri afreksstefnu sambandsins

• Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf.

• Starfar með landsliðsnefndum, fræðslunefnd og mótanefnd KSÍ ásamt öðrum fastanefndum eftir atvikum

• Tengiliður við erlend knattspyrnufélög og önnur knattspyrnusambönd ásamt UEFA og FIFA.

• Fræðsludeild innan handar við skipulagningu viðburða og útgáfu fræðsluefnis í nafni KSÍ.

• Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur landsliðanna ásamt ráðningu þjálfara KSÍ.

Hæfniskröfur:
UEFA A gráða skilyrði, UEFA Pro æskileg.
Hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla af þjálfun og/eða stjórnun
Leiðtogahæfileikar æskilegir
Góð þekking á íslenskri knattspyrnu
Góð tölvukunnátta nauðsynleg
Góð tungumálakunnátta

Umsóknir sendist á netfangið klara@ksi.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“