fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Stærsta kosningaloforð Guðna að verða að veruleika – KSÍ auglýsir eftir yfirmanni knattspyrnumála

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. október 2018 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, auglýsir laust til umsóknar starf yfirmanns knattspyrnumála. Um er að ræða stærsta kosningaloforð sem Guðni Bergsson, formaður KSÍ var með. Hann er að fá málið í gegn.

Yfirmaður knattspyrnumála/Yfirmaður knattspyrnusviðs:

• Yfirmanni knattspyrnumála ber að efla faglegt starf KSÍ á knattspyrnusviði sambandsins og heyrir undir framkvæmdastjóra.

• Ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best.

• Vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Umsjón og eftirfylgni með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að nýrri afreksstefnu sambandsins

• Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf.

• Starfar með landsliðsnefndum, fræðslunefnd og mótanefnd KSÍ ásamt öðrum fastanefndum eftir atvikum

• Tengiliður við erlend knattspyrnufélög og önnur knattspyrnusambönd ásamt UEFA og FIFA.

• Fræðsludeild innan handar við skipulagningu viðburða og útgáfu fræðsluefnis í nafni KSÍ.

• Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur landsliðanna ásamt ráðningu þjálfara KSÍ.

Hæfniskröfur:
UEFA A gráða skilyrði, UEFA Pro æskileg.
Hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla af þjálfun og/eða stjórnun
Leiðtogahæfileikar æskilegir
Góð þekking á íslenskri knattspyrnu
Góð tölvukunnátta nauðsynleg
Góð tungumálakunnátta

Umsóknir sendist á netfangið klara@ksi.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi