fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Furðar sig á ráðningu KSÍ – ,,Mátti búast við „stærra nafni“ í stöðuna.“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. október 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson var í vikunni ráðinn landsliðsþjálfari kvenna en ráðningin kom mörgum á óvart.

Jón hefur stýrt sex leikjum í Meistaraflokki eins og Víðir Sigurðsson bendir á í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag.

Jón var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar áður en hann tók við liðinu en hann stýrði ÍA um stutta stund sumarið 2017.

,,Ráðning Knattspyrnusambands Íslands á nýjum þjálfara fyrir kvennalandsliðið er á margan hátt athyglisverð. Þegar Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson var kynntur til sögunnar í vikunni var það reyndar búið að vera á flestra vitorði í nokkurn tíma að hann tæki við liðinu,“ skrifar Víðir í Morgunblaðinu..

Ráðningin kom Víði á óvart en bendir á að þetta sé ekki einsdæmi hér á landi.

,,En ráðningin var óvænt. Sennilega er það nálægt því að vera einsdæmi að þjálfari sem hefur stýrt sex meistaraflokksleikjum á ferlinum skuli vera ráðinn landsliðsþjálfari.“

,,Einn forvera hans, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, hafði þó aldrei þjálfað þegar hann tók við kvennalandsliðinu í árslok 2006. Hans sjö ár í starfi reyndust farsæl. Landslagið er þó talsvert öðruvísi núna en fyrir tólf árum og gríðarleg framþróun orðið í kvennafótboltanum, og ekki síst umgjörðinni og metnaðinum í kringum hann. Þess vegna mátti búast við „stærra nafni“ í stöðuna.“

Víðir bjóst við því að reyndur maður eða kona yrði fenginn í starfið.

,,Ég sá fyrir mér að reyndir þjálfarar eins og Þorlákur Árnason og Þorvaldur Örlygsson, sem báðir starfa hjá KSÍ, hlytu að vera inni í myndinni.“

,,Jón Þór hefur hinsvegar gott orð á sér sem þjálfari yngri flokka og aðstoðarþjálfari karlaliða. Ég geri fastlega ráð fyrir því að KSÍ hafi skoðað alla kosti vel og vandlega og heimavinnan á bakvið ráðningu Jóns sé vönduð. Aðstoðarþjálfarinn hans er þó reyndari því Ian Jeffs hefur þjálfað kvennalið ÍBV undanfarin fjögur ár. Nýju þjálfarateymi er óskað góðs gengis og þeir Jón og Jeffs verða eins og aðrir dæmdir af verkum sínum og liðsins þegar þar að kemur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“