Charlie Middleton var 12 ára gamall þegar hann lést á dögunum eftir harða baráttu við krabbamein.
Middleton elskaði Arsenal og hafði myndað gott samband við stjörnu liðsins, Mesut Özil.
Özil hafði hitt Middleton nokkrum sinnum og áttu þeir gott samband.
Middleton var gestur Özil á úrslitum enska bikarsins árið 2017 en einnig bauð Özil honum á leiki á Emirates vellinum.
,,Svo sorglegt að heyra að vinur minn og stuðningsmaður Arsenal, Charlie, hafi fallið frá eftir langa baráttu við krabbamein,“ skrifar Özil.
,,Hvíldu í friði, við munum sakna þíns svo mikið.“
Such sad news to hear that my friend and huge @Arsenal supporter Charlie has passed away after his long battle with cancer. ??? Rest in peace! We will miss you so much, Charlie ❤ pic.twitter.com/oXlBGNRcfG
— Mesut Özil (@MesutOzil1088) October 23, 2018