Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, segir að það þurfi að breyta reglum fótboltanns eigi íþróttin ekki að deyja út.
De Laurentiis segir að krakkar í dag séu að missa áhugann á íþróttinni og vilja frekar spila tölvuleiki.
Hann telur að það myndi hjálpa til ef leiktíminn yrði styttur. Að mati De Laurentiis eru 45 mínútur of langur tími fyrir einn hálfleik.
,,Við erum að skemma fótboltann. Við verðum að horfa til framtíðarinnar því unga fólkið er allt að spila tölvuleiki. Við erum að sökkva,“ sagði De Laurentiis.
,,Þið munið sjá það eftir átta ár, börn sem voru að fæðast munu ekki fylgjast með fótbolta.“
,,Þetta er okkur að kenna, við erum gamlir hálfvitar. Leikir eru leiðinlegir og of langir. Þetta svæfir fólk.“
,,Það þarf að spila tvo 30 mínútna hálfleiki með tveggja eða þriggja mínútna pásu. Ef það væri ekki pása þá til hvers er þjálfarinn?“