Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, fékk verðlaun í dag en hann hefur nú skorað 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi elskar að koma boltanum í netið en hans 50. mark kom á dögunum gegn Leicester City og var það mark frábært.
Gylfi hefur leikið fyrir Swansea og Everton í ensku úrvalsdeildinni og hefur byrjað tímabilið mjög vel með því síðarnefnda.
,,Það er frábært afrek að skora 50 mörk og vonandi verða þau miklu fleiri,“ sagði Gylfi.
,,Markið gegn Leicester City er eitt af mínum uppáhalds. Það eru nokkur önnur sem mér líkar við en að þetta hafi verið mark númer 50 gerir það sérstakt.“
,,Ég man eftir að hafa fengið boltann og ætlaði að gefa hann til baka en tók sénsinn og sneri við.“
,,Ég sá smá pláss fyrir framan mig og hugsaði ‘Af hverju ekki að reyna?’ – það var frábært að sjá boltann í netinu.“