fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Einn sá efnilegasti komst ekki til Liverpool og fór að hágráta – Missti alla trú og hætti fyrir þrítugt

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 24. október 2018 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir sem muna eftir framherjanum Cherno Samba sem var einn allra efnilegasti leikmaður Englands á sínum tíma.

Samba vakti fyrst athygli með akademíu St. Joseph’s í London þar sem hann skoraði 132 mörk í aðeins 32 leikjum 13 ára gamall. Hann var í kjölfarið fenginn til Millwall.

Mörg stórlið reyndu að næla í leikmanninn frá Millwall en Samba spilaði leiki fyrir U16, U17, U18, U19 og U20 ára landslið Englands.

Liverpool reyndi svo að kaupa Samba frá Millwall en félagið ákvað að hafna boði upp á tvær milljónir punda.

Eftir það lá leiðin niður á við fyrir Samba sem missti alla trú á sjálfum sér og fótboltanum. Hann lagði skóna á hilluna aðeins 29 ára gamall.

,,Draumurinn minn varð að engu. Ég féll í gólfið og byrjaði að hágráta,“ sagði Samba í nýrri bók sem hann er að gefa út.

,,Ég var miður mín og fjarlægði mig frá öllu og öllum. Ég held að það hafi haft áhrif á fótboltann því ég byrjaði að missa trú á eigin hæfileikum.“

,,Ég sagði svo við sjálfan mig að ég ætti bara að hafa áhuga á að þéna peninga og einbeita mér að því að sjá um mig og mína fjölskyldu.“

,,Ég vissi að það væri röng hugsun en ég var ungur og var í hefndarhug. Ég hugsaði ennþá um að ég ætti að vera að spila fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.“

Samba spilaði með nokkrum liðum á ferlinum en hann var fenginn til spænska félagsins Cadiz frá Millwall árið 2004. Þar spilaði hann enga leiki.

Hann spilaði örfáa meistaraflokksleiki á skrautlegum ferli fyrir lið eins og Plymouth á Englandi, Haka í Finnlandi, Panetolikos í Grikklandi og FC Tonsberg í Noregi.

Samba ákvað að kalla þetta gott árið 2012, aðeins 29 ára gamall. Hann spilaði fjóra landsleiki fyrir Gambíu frá 2008 til 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“