fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433

Sjáðu myndirnar: Byrjað að grafa upp Kópavogsvöll

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 12:00

Íþróttasvæði Breiðabliks í Kópavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byrjað er að grafa upp Kópavogsvöll en síðasti grasleikurinn hefur farið fram á vellinum um ókomna tíð.

Breiðablik mun á næstu leiktíð spila á gervigrasi á heimavelli sínum.

Þetta var ekki sú leið sem félagið vildi fara í fyrstu en bæjarstjórn tók þessa ákvörðun.

,,Aðdragandinn að þeirri ákvörðun að skipta yfir í gervigras er nokkuð langur – og kannski ekki það sem lagt var af stað með í upphafi. Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks með Orra Hlöðversson í forsvari var með aðrar hugmyndir og lagði mikla vinnu í að finna lausn á aðstöðunni sem var löngu sprungin. Breiðablik er langstærsta knattspyrnufélag landsins með um 1.500 iðkendur. Þeir eru til sem halda því fram – og það hefur ekki verið hrakið – að Breiðablik sé fjölmennasta knattspyrnufélag í Evrópu hvað iðkendafjölda varðar. Staðreynd sem er afar merkileg. Til að Breiðablik gæti áfram sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki vegna fjölgunar iðkenda voru uppi á borðum frá félaginu vandaðar tillögur um gervigrasvöll við hlið Fífunnar en á aðalvellinum skyldi áfram vera náttúrulegt gras,“ skrifar Hákon Gunnarsson á heimasíðu Blika.

Blikar bætast í hóp Stjörnunnar, Vals og Fylkis sem munu leika á gervigrasi á næstu leiktíð í Pepsi deild karla en óvíst er hvort Víkingur fari sömu leið fyrir næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot
433Sport
Í gær

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir