Varnarmaðurinn John Terry hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann staðfesti þetta sjálfur í dag.
Terry er 37 ára gamall í dag en hann lék síðast með Aston Villa í ensku Championship-deildinni á síðustu leiktíð.
Terry átti mjög farsælan feril en hann lék með Chelsea í 19 ár og spilaði tæplega 500 deildarleiki.
Terry vann ófáa titla með Chelsea og vann á meðal annars Meistaradeildina sem fyrirliði liðsins.
Hann spilaði þá einnig 78 landsleiki fyrir England og er af mörgum talinn einn besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.
Terry hefur sjálfur gefið það að hann vilji fara út í þjálfun og hefur unnið í því síðustu ár.