Landsliðsmennirnir Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Kári Árnason skemmtu sér saman um helgina.
Jói Berg og Gylfi voru báðir í eldlínunni á Englandi um helgina og stóðu sig mjög vel með sínum liðum.
Jói Berg lagði upp í 1-1 jafntefli Burnley og Huddersfield og skoraði Gylfi sigurmark Everton í 2-1 sigri á Leicester.
Þeir hittu Kára í Frakklandi um helgina og kíktu í golf á vellinum Le Golf National þar sem Ryder Cup mótið fór fram í september.
Ryder Cup er risa golfmót sem var haldið 28 til 30 september þar sem Evrópa og Bandaríkin áttust við.
Strákarnir þrír fengu smá frí eftir leiki helgarinnar en nú tekur við landsliðsverkefni.
Hér má sjá myndir af Jóa og Gylfa á vellinum.
View this post on Instagram
Great day at @legolfnational @therydercup with @johannberggudmundsson @kariarnason