Aaron Ramsey skoraði frábært mark fyrir Arsenal í dag sem mætti Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Ramsey gerði fallegasta mark leiksins fyrir Arsenal í síðari hálfleik og kom liðinu í 3-1.
Arsenal endaði á að vinna leikinn sannfærandi 5-1 en fjögur af þeim mörkum komu í síðari hálfleik.
Ramsey skoraði hælspyrnumark fyrir Arsenal eftir magnaða sókn þar sem liðið náði mjög góðu spili.
Við rákumst á virkilega skemmtilega Twitter-færslu í dag þar sem má sjá mark Ramsey í myndum.
Þetta má sjá hér fyrir neðan.