Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15:30 er Manchester City mætir í heimsókn á Anfield.
Um er að ræða viðureign City og Liverpool en bæði lið eru ósigruð í úrvalsdeildinni fyrir leikinn.
Liðin tvö mættust nokkrum sinnum á síðustu leiktíð og þá virtist Liverpool vera með tök á meisturunum.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Liverpool: Alisson, Gomez, Lovren, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Milner, Henderson (C), Mane, Salah, Firmino
Manchester City: Ederson, Walker, Stones, Laporte, Mendy, Fernandinho, Silva (C), Bernardo, Mahrez, Sterling, Aguero