Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er enn og aftur kominn í fréttirnar fyrir atvik sem átti sér stað eftir leik við Newcastle í dag.
Starf Mourinho er sagt vera í hættu en United vann þó leik sinn í dag á Old Trafford 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir.
Myndavél náði Mourinho á upptöku eftir leik þar sem hann virtist segja ‘fodas filhos de puta’ á portúgölsku.
‘Farið til fjandans, tíkarsynir’ mætti orða það á íslensku en Mourinho hefur verið á milli tannanna á fólki undanfarið.
Líklegt er að Mourinho beini þessu að ensku pressunni sem segir stanslaust að hann sé að fá sparkið.
Miðað við ummæli Mourinho eftir leikinn þá er hann viss um að hann verði enn við stjórnvölin eftir landsleikjahlé.
Myndband af atvikinu má sjá hér.
Now, I believe Mourinho here is whispering to the camera in Portuguese “fodas filhos de puta”, which literally translate “fu** off sons of a bit**h” pic.twitter.com/CcbzDQ8beN
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) 6 October 2018