Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, hefur staðið sig frábærlega í undanförnum leikjum.
Jói Berg hefur líklegast verið besti leikmaður Burnley síðustu vikur og hefur fengið mikið hrós í fjölmiðlum.
Vængmaðurinn á fast sæti í byrjunarliði Burnley en hann er í miklu uppáhaldi hjá Sean Dyche.
Jói Berg lagði upp mark í 1-1 jafntefli Burnley og Huddersfield í dag og fékk góða einkunn fyrir sína frammistöðu.
Það er athyglisvert að skoða það að aðeins þrírleikmenn hafa lagt upp fleiri mörk en Jói Berg síðan á síðustu leiktíð.
Það eru þrír leikmenn Manchester City þeir Leroy Sane (17), Kevin de Bruyne (16) og Raheem Sterling (13).
Íslenski landsliðsmaðurinn hefur lagt upp 12 mörk frá byrjun síðustu leiktíðar sem er magnaður árangur.