Manchester United bauð upp á magnaða frammistöðu í síðari hálfleik í gær er liðið mætti Newcastle.
Newcastle kom mörgum á óvart á Old Trafford og komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Kenedy og Yoshinori Muto.
United spilaði alls ekki vel í fyrri hálfleik og var Newcastle jafnvel líklegra til að bæta við þriðja markinu.
Dave Potts, stuðningsmaður United, ákvað að yfirgefa Old Trafford áður en fyrri hálfleik lauk.
Hann er nú á milli tannanna á fólki en United kom frábærlega til baka í síðari hálfleik og vann 3-2 sigur.
,,Þú ert ekki velkominn aftur hingað,“ skrifar einn við færslu Potts sem hafði fengið nóg eftir frammistöðu fyrri hálfleiksins.
Hann missti því af besta leik United á þessu tímabili og sér væntanlega vel eftir því í dag.
@ManUtd Enough. I’ve walked out of my only game in 7 of being a Stretford End Season Ticket holder, well before half time. This runs deeper than the manager. #Hearbreaking pic.twitter.com/50Yo0quazc
— Dave Potts (@Doctor_Potts) 6 October 2018