fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu hvað Stuðningsmenn Everton eru að segja um Gylfa – Þeir eru að missa sig

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. október 2018 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var besti maður vallarins í dag er Everton vann 2-1 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur verið einn allra besti leikmaður Everton síðustu vikur og er tilnefndur sem leikmaður mánaðarins. Eins og það sé ekki nóg, þá skoraði Gylfi sitt 50 mark í ensku úrvalsdeildinni og Gylfi ákvað að gera það með stæl. Með marki sem án efa kemur til greina sem eitt af mörkum ársins í deildinni. Þetta var undramark, nánast af öðrum heimi, ein lítil hreyfing, snúningur og andstæðingurinn var skilinn eftir og Gylfi var horfinn, með aðeins eitt markmið og hvað næst? Jú, Gylfi smurði knettinum upp í hornið. Aldrei möguleiki fyrir markvörðinn en eitt fallegasta mark Gylfa staðreynd. Mark sem hægt er að dást að aftur og aftur. Og hið fullkomna mark reyndist sigurmark leiksins. Þannig var þessi leikur eins og ævintýri fyrir okkar mann. Fimmtugasta markið í ensku úrvalsdeildinni og sigurmark leiksins.

Eftir leikinn hafa stuðningsmenn Everton farið hamförum á samfélagmiðlum. Þeir halda ekki vatni yfir okkar manni. Í dag er Gylfi vinsælasti leikmaður Everton sé tekið mið af færslum á Twitter og Facebook.

,,Gylfi er besti Íslendingurinn síðan Björk, fréttamaðurinn Magnús Magnússon og maðurinn sem vann alltaf keppnina sterkasti maður heims,“ skrifar einn stuðningsmaður.

Gylfi átti í erfiðleikum á sínu fyrsta tímabili en virðist vera að blómsta undir stjórn Marco Silva sem tók við í sumar.

Hér má sjá nokkrar færslur stuðningsmanna Everton.

Adam Thompson:

Gylfi er með sérstaka hæfileika, hann getur gert hluti sem enginn annar í okkar leikmannahópi getur gert. Það er þó örugglega fólk sem vill ennþá sjá hann úr liðinu.

Tommy Dave Walsh:

Gylfi er besti Íslendingurinn síðan Björk, fréttamaðurinn Magnús Magnússon og maðurinn sem vann alltaf keppnina sterkasti maður heims.

Mikael Carlsson:

Þvílíkt mark til þess að klára þennan leik.

Michael Roberts:

Ef þetta mark verður ekki valið mark tímabilsins þá er það brandari. Þetta var í heimsklassa.

Brendan Taylor:

Gylfi er töframaður þegar Everton lætur hann fá boltann á réttum stað. Loksins er hann að spila eins og leikmaðurinn sem við sáum hjá Swansea.

Mark Crotty:

Án gríns, þetta mark. Snúningurinn og skotið áður en hann smellir honum í netið af 25 metrum. Ótrúlegt frá Gylfa.

Hayden:

Gylfi Sigurðsson. Að sjá þetta allt saman.

Alexander Collyrov:

Við gerðum frábær kaup í Gylfa og mér er alveg sama hvað hver segir. Þið eruð blind ef þið eruð á öðru máli.

Nathan Woolley:

Það er nokkuð af fólki sem telur að Gylfi sé ekki nógu góður, jafnvel þó að hann sé besti leikmaður liðsins. Frábær frammistaða frá liðinu.

John Hartson:

Ég hef alltaf sagt að Gylfi sé sérstakur leikmaður. Miðað við tæknileg gæði er hann einn sá besti.

Aide Dews:

Þið sem segið að Gylfi sé ekki nægilega hæfileikaríkur … Troðið því þar sem sólin aldrei skín!  Hann er leikmaður í toppklassa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Í gær

Færsla Justin Bieber vekur athygli margra – Enginn virðist skilja þessa mynd

Færsla Justin Bieber vekur athygli margra – Enginn virðist skilja þessa mynd
433Sport
Í gær

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“
433Sport
Í gær

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu