Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton í dag er liðið mætt Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.
Everton vann 2-1 sigur á útivelli gegn Leicester og kom sigurmark liðsins á 77. mínútu í síðari hálfleik.
Það var Gylfi sem skoraði stórkostleg sigurmark og lyfti Everton upp í 10. sæti deildarinnar.
Jóhann Berg Guðmundsson lagði þá upp mark fyrir lið Burnley sem gerði 1-1 jafntefli við Huddersfield.
Jói Berg lagði upp eina mark Burnley í jafnteflinu en Sam Vokes skoraði markið í fyrri hálfleik.
Tottenham rétt marði Cardiff 1-0 á Wembley en þar reyndist Eric Dier hetja liðsins.
Wolves vann flottan 1-0 útisigur á Crystal Palace og Bournemouth valtaði yfir tíu menn Watford, 4-0 á útivelli.
Leicester 1-2 Everton
0-1 Richarlison(7′)
1-1 Ricardo Pereira(40′)
1-2 Gylfi Þór Sigurðsson(77′)
Burnley 1-1 Huddersfield
1-0 Sam Vokes(20′)
1-1 Cristopher Schindler(66′)
Tottenham 1-0 Cardiff
1-0 Eric Dier(6′)
Watford 0-4 Bournemouth
0-1 David Brooks(14′)
0-2 Josh King(33′)
0-3 Josh King(45′)
0-4 Callum Wilson(46′)
Crystal Palace 0-1 Wolves
0-1 Matt Doherty(56′)