Gylfi Þór Sigurðsson var að koma Everton yfir gegn Leicester en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi skoraði annað mark Everton á 77. mínútu leiksins og eins og oft áður var mark hans magnað.
Miðjumaðurinn átti frábært skot fyrir utan teig eftir fallegan snúning og átti Kasper Schmeichel ekki möguleika.
Gylfi virðist vera að tryggja Everton sigur en staðan er 2-1 þegar stutt er eftir.
Magnað mark hans má sjá hér fyrir neðan.
I'm sorry, but can we just talk about how freakin' good this goal is from Sigurdsson? Great turn. Amazing height and dip on the strike to go with the power. What. A. Goal. #EFC pic.twitter.com/3wL64sDMm5
— Kyle Dixon (@KyleDixon95) 6 October 2018