Paul Pogba, leikmaður Manchester United, er ekki til sölu segir umboðsmaður hans, Mino Raiola.
Pogba er orðaður við brottför þessa dagana en hann er sagður ósáttur hjá Manchester United.
Samband Pogba við stjóra liðsins, Jose Mourinho er ekki gott og gæti Frakkinn farið á næsta ári.
Juventus og Barcelona eru þau lið sem hafa mestan áhuga á leikmanninum en hann var áður á mála hjá Juventus.
Raiola segir þó að Pogba sé ekki til sölu þó að hann hafi ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu.
,,Ég vil ekki tala um hann. Hann er á niðurleið þessa stundina en hann er ekki á markaðnum,“ sagði Raiola.