Guðlaugur Victor Pálsson var að venju í byrjunarliði FC Zurich í kvöld sem mætti Ludogorets í Evrópudeildinni.
Guðlaugur er fyrirliði Zurich og er fastamaður í liðinu en hann var valinn í landsliðshóp Íslands í síðasta mánuði.
Okkar maður reyndist hetja Zurich í kvöld er liðið vann mikilvægan 1-0 heimasigur.
Guðlaugur skoraði eina mark leiksins fyrir Zurich í síðari hálfleik en hann átti fallegan skalla sem endaði í netinu.
Markið má sjá hér.
? | Palsson heads Zurich in front!#FCZLUD #UEL pic.twitter.com/F0Ap6g8Z32
— SwissFootball UK (@FootballSwiss) 4 October 2018