Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur nefnt þá leikmenn sem hafa staðið sig best á tímabilinu.
Neville nefnir fjóra leikmenn sem hafa staðið sig vel í byrjun úrvalsdeildarinnar og svo leikmenn sem hann hefur verið hrifinn af síðustu ár.
Varnarmaðurinn Virgil van Dijk hefur staðið sig frábærlega með Liverpool og hefur Neville áhyggjur af því.
,,James Milner fyrir Liverpool en þeir hafa spilað frábærlega. Virgil Van Dijk hefur verið frábær,“ sagði Neville.
,,Luke Shaw hjá Manchester United, ég hef verið mjög ánægður með hann. Ég hef fulla trú á honum og hans gæðum. Hann þarf að sleppa við meiðsli.“
,,Eden Hazard hjá Chelsea er stórkostlegur leikmaður. Hann er örugglega bestur í deildinni.“
,,Ég elska David Silva og Kevin de Bruyn er frábær. David de Gea hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár.“
,,Þetta eru leikmennirnir sem hafa hrifið mig mest en Van Dijk, sem er áhyggjuefni, hefur hrifið mig mest. Hann er frábær hafsent.“