fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Roy Keane kominn með nóg af grenjuskjóðunum hjá Manchester United – Lætur menn heyra það

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um mál málanna þessa dagana, Paul Pogba og Jose Mourinho.

Mourinho og Pogba eru í sviðsljósinu á hverjum degi en þeir eru sagðir eiga í miklum deilum hjá United.

Keane er kominn með upp í kok af þessari umræðu og segir Pogba að hætta að væla og spila upp á stoltið eða fyrir stuðningsmenn.

,,Það er talað um þjálfara og leikmenn. Það eru ekki allir leikmenn sem ná saman við þjálfarann eða allir þjálfarar sem líkar við alla leikmenn,“ sagði Keane.

,,Ég hef lent í nokkrum rifrildum á ferlinum og þegar þú ferð yfir þá línu þá spilarðu fyrir liðið.“

,,Mér er alveg sama hvað gerðist á milli þín og þjálfarans, mér er alveg sama hvort þið hafið öskrað á hvorn annan. Þetta er partur af leiknum, það ná ekki allir saman.“

,,Því miður, þegar þú ert hjá Manchester United, einu stærsta félagi heims þá verður gert úlfalda úr mýflugu.“

,,Ef þú ert knattspyrnumaður hjá Manchester United og klæðir þig í treyjuna, ferð út á völlinn og svo gefurðu ekki 100 prósent í verkefnið því þú ert reiður út í einhvern, þá gangi Mourinho vel með þessa hluti.“

,,Það er mikið af grenjuskjóðum þarna úti. Þegar þú labbar út á völlinn þá spilarðu fyrir stoltið, fjölskylduna, borgina eða hvað sem það er.“

,,Ekki hafa áhyggjur af því sem þjálfarinn sagði um þig eða þjálfarateymið, farðu út á völl og spilaðu.“

,,Þú getur tekist á við það eftir leikinn en þegar hann er í gangi, vertu á lífi. Spilaðu stoltur, spilaðu með orku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni