Hinn efnilegi Kolbeinn Birgir Finnsson skoraði stórbrotið mark fyrir varalið Brentford við Queens Park Rangers í dag.
Kolbeinn er gríðarlega efnilegur leikmaður en hann samdi við Brentford fyrr á þessu ári.
Kolbeinn var fyrir það hjá Groningen í Hollandi en hann gekk í raðir liðsins frá Fylki í Pepsi-deild karla.
Kolbeinn er aðeins 19 ára gamall og á framtíðina fyrir sér en hann spilaði níu leiki í efstu deild fyrir Fylki.
Kolbeinn skoraði magnað mark gegn QPR eftir aukaspyrnu en hann átti þrumuskot langt fyrir utan teigt sem hafnaði í netinu.
Markið má sjá hér.
What a beaty of a goal by Kolbeinn Finnsson (@KolbeinnB) born 1999 for @BrentfordFC reserve vs. QPR ??⚽️?? #TeamTotalFootball pic.twitter.com/2TkcELAgvn
— Total Football (@totalfl) 3 October 2018