Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, hafði áhuga á að fá Belgann Eden Hazard til félagsins árið 2012.
Ferguson og United reyndi að fá sóknarmanninn á sínum tíma áður en hann samdi við Chelsea þar sem hann hefur spilað vel.
Ferguson var á því máli að Hazard væri allt of dýr á þessum tíma og keypti þess í stað Shinji Kagawa frá Dortmund.
,,Ég sé verðmiðann á leikmönnum eins og Hazard. Þetta var mjög hátt verð. Hann er góður leikmaður en 34 milljónir punda?“ sagði Ferguson.
,,Þetta snýst ekki bara um kaupverðið heldur launin, fé umboðsmanna – þetta er að verða fáránlegt.“
,,Chelsea borgaði umboðsmanni Hazard sex milljónir punda. Það var eins með Samir Nasri.“
,,Þetta snýst allt um hvaða verðmiða þú setur á leikmann. Ég öfunda þessi skipti ekki. Við vorum með verð í huga og það var langt fyrir neðan það sem þeir voru að tala um.“
,,Ef það gengur ekki þá höfum við ekki áhyggjur. Við fengum mikið fyrir peninginn í Shinji Kagawa.“
Hazard er af mörgum talinn besti leikmaður Englands og myndi kosta vel yfir 34 milljónir punda í dag.