Kathryn Mayorga er nafn sem fáir hafa heyrt en hún stígur fram í ítarlegu viðtali við Spiegel og ræðir um nauðgun sem hún sakar Cristiano Ronaldo, einn besta knattspyrnumann allra tíma um.
Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað sér árið 2009, atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas.
Þar var Ronaldo í sumarfríi með vinum sínum áður en hann samdi við Real Madrid og varð dýrasti knattspyrnumaður í heimi.
Lýsingarnar frá Mayorga eru afar óhugnanlegar en þar fer hún yfir sína upplifun í öllum smáatriðum.
Ronaldo hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitar sök með öllu.
Yfirlýsing Ronaldo:
ÉG neita þeim ásökunum sem á mig eru bornar, nauðgun er mjög alvarlegur glæpur sem er gegn öllu því sem ég er. Eins mikið og mig langar að hreinsa nafn mitt þá vil ég ekki gefa fjölmiðlum fréttir þar sem þeir reyna að stækka á minn kostnað. Ég mun því svara fyrir þetta þegar allri rannsókn er lokið.