fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Jón Rúnar pirraður á lygasögum um fjármál FH – ,,Þetta fólk þarf að taka sig til og sinna því sem það hefur vit á“

Victor Pálsson
Mánudaginn 1. október 2018 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að tímabil FH í Pepsi-deild karla hafi verið ákveðin vonbrigði en liðið hafnaði í fimmta sæti í sumar.

FH hefur undanfarin 15 ár alltaf komist í Evrópukeppni en árangur liðsins var heilt yfir slakur í ár.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, viðurkennir það að ákveðin vonbrigði hafi fylgt sumrinu.

,,Við erum allavegana ekki þar sem við ætluðum okkur að vera, það er alveg rétt og það má kalla þetta vonbrigði,“ sagði Jón Rúnar í Sportpakkanum á Stöð 2.

,,Það eru vonbrigði þegar maður nær ekki þeim árangri eða að komast á þann stað sem maður ætlaði sér að vera á. Þetta er niðurstaðan og við vinnum út frá því.“

,,Við höldum áfram þeirri stefnu sem við höfum keyrt hingað til, það er að vera á toppnum og við erum á toppnum þó við séum ekki í Evrópu.“

,,Það er enginn dauði hér, það hefur enginn meitt sig og það eru engin slys. Við ætlum að vera í Evrópu á þar næsta ári og við undirbúum okkur fyrir það.“

Jón ræddi svo þjálfara FH, Ólaf Kristjánsson en hann mun halda áfram með liðið þrátt fyrir erfitt gengi.

,,Auðvitað eins og í öllu geturðu klínt einhverju á hann hér og þar en heilt yfir erum við sáttir og við vissum það að við værum að fara í breytingar. Við héldum að þær myndu taka skemmri tíma en þær gerðu en stundum seinkar hlutunum útaf einhverju.“

Talað hefur verið um að FH sé í fjárhagslegum vandræðum eftir að hafa mistekist að komast í Evrópukeppni en Jón segir því fólki að tjá sig um eitthvað annað.

,,Það er fullt af fólki sem tjáir sig um mikið um okkar fjárhagsmál, fæst af því hefur hugmynd um hvað það er að tala um.“

,,Flest af því sem talar eru úti í skurði með þetta og það væri nú nær að þetta fólk tæki sig nú til og sinnti því sem það hefur vit á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota