Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur útskýrt hvað það er gæti orðið liðinu að falli í lok tímabils.
Gerrard ræddi um titilmöguleika Liverpool en liðið hefur enn ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan hún var stofnuð.
Gerrard var sjálfur mjög nálægt því að vinna deildina með félaginu en hann telur að liðið í dag sé ekki með næga reynslu.
,,Ég held að það eina sem þeim vanti er reynsla,“ sagði Gerrard í samtali við BBC.
,,Augljóslega sem einhver sem var mjög nálægt þessu sjálfur þá held ég að okkur hafi líka vantað reynslu.“
,,Mér leið alltaf þannig þegar við vorum að reyna að vinna titilinn að það vantaði reynslu í ákveðnar stöður.“