Alfreð Finnbogason skoraði þrennu fyrir lið Augsburg í dag sem mætti Freiburg í þýsku Bundesligunni.
Alfreð hefur verið hjá Augsburg undanfarin tvö ár en hann gekk í raðir liðsins frá Real Sociedad árið 2016.
Síðan þá hefur Alfreð raðað inn mörkum í Þýskalandi og skoraði hann þrennu í 4-1 sigri í dag.
Alfreð er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu Augsburg í efstu deild sem er magnaður árangur á tveimur árum.
Alfreð hefur gert 25 mörk í efstu deild og tekur fram úr Tobias Werner eftir þrennuna í dag. Werner skoraði 23 mörk.
Alfreð er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Augsburg og hefur félagið saknað hans í byrjun leiktíðar.
25 – With his hat-trick against SC Freiburg, @A_Finnbogason becomes @FCA_World all-time leading scorer in the #Bundesliga with 25 goals. Finisher. #FCASCF pic.twitter.com/UGiFWjtv2v
— OptaFranz (@OptaFranz) 30 September 2018