Augsburg 4-1 Freiburg
1-0 Caiuby
2-0 Alfreð Finnbogason
2-1 Jonathan Schmid(sjálfsmark)
3-1 Alfreð Finnbogason(víti)
4-1 Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason sneri aftur í lið Augsburg í Þýskalandi í dag er liðið fékk Freiburg í heimsókn.
Alfreð hefur misst af byrjun tímabilsins vegna meiðsla en var í byrjunarliði Augsburg í dag.
Alfreð er markaskorari af guðs náð og sannaði hann það í dag í öruggum 4-1 sigri liðsins á heimavelli.
Caiuby kom Augsburg yfir snemma leiks áður en Alfreð bætti við öðru marki og staðan í hálfleik 2-0.
Freiburg minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en Alfreð var ekki hrifinn af þeirri hugmynd að tapa stigum.
Alfreð bætti við tveimur mörkum fyrir leikslok og skoraði þrennu í sigrinum. Augsburg lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar eftir stigin þrjú.