Rapparinn Kanye West hefur ákveðið að breyta um nafn en hann greindi frá þessu á Twitter síðu sinni.
Kanye er heimsþekktur tónlistarmaður og er einnig giftur ofurstjörnunni Kim Kardashian.
Peter Crouch, leikmaður Stoke City á Englandi, hafði gaman að færslu Kanye og ákvað að senda honum skilaboð.
Crouch er mikill húmoristi á Twitter og kemur sínum aðdáendum reglulega í gott skap með skondnum færslum.
Crouch er oft kallaður ‘Crouchy’ af fyrrum samherjum en hann hefur nú ákveðið að taka upp nafnið Crouchye.
Kanye West er ekki lengur til og ákvað tónlistarmaðurinn að skipta yfir í YE. Crouch var hrifinn af þeirri hugmynd!
Cool. I’m crouchye https://t.co/uz9KTEa4TM
— Peter Crouch (@petercrouch) 30 September 2018