Cardiff 1-2 Burnley
0-1 Jóhann Berg Guðmundsson(51′)
1-1 Josh Murphy(60′)
1-2 Sam Vokes(70′)
Jóhann Berg Guðmundsson átti magnaðan leik fyrir lið Burnley í dag sem mætti Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.
Burnley var að vinna sinn annan leik í röð í deildinni en liðið hafði betur 2-1 á útivelli.
Það hefði ekki gerst án Jóhanns sem skoraði fyrra mark liðsins og lagði svo upp það seinna.
Vængmaðurinn kom Burnley yfir með skalla snemma í síðari hálfleik áður en Josh Murphy jafnaði fyrir Cardiff.
Sam Vokes tryggði Burnley svo stigin þrjú með marki ekki löngu síðar en það var Jóhann sem átti stoðsendinguna.