Það eru margir stuðningsmenn Manchester United sem vilja sjá Jose Mourinho yfirgefa félagið fljótlega.
Mourinho hefur ekki þótt standa undir væntingum á Old Trafford en gengi United á þessu tímabili hefur verið slakt.
United tapaði 3-1 gegn West Ham í úrvalsdeildinni í gær og var það þriðja tap liðsins í deild á tímabilinu.
Margir stuðningsmenn láta nú í sér heyra á leikjum United og mæta með borða og annað til að koma sinni skoðun fram.
Miðað við myndir úr stúkunni er ljóst að Portúgalinn er undir mikilli pressu.