Það er alls ekki frítt fyrir unga krakka að fá að labba með hetjunum sínum inn á völlinn í ensku úrvalsdeildinni.
Það er hefð á Englandi að ungir krakkar leiði stjörnur inn á völlinn áður en flautað er leikinn á.
Samkvæmt enskum miðlum þá þurfa þessir krakkar eða foreldrar þeirra að borga sumum félögum í kringum 700 pund eða 100 þúsund íslenskar krónur svo þau geti upplifað drauminn.
Verðið er þó mjög mismunandi hjá félögum en Burnley rukkar til að mynda aðeins 40 pund eða um sex þúsund krónur.
Það er dýrast að fá að leiða stjörnur Everton inn á völlinn en þar þarf að borga 718 pund sem er himinhá upphæð.
Einnig eru nokkur félög sem rukka ekki neitt en þar má nefna stórlið eins og Chelsea, Arsenal, Liverpool, Manchester City og Manchester United.
Margir eru sammála um það að það sé vitleysa að foreldrar þurfi að borga svo háa upphæð og gefur það ríkari fjölskyldum meira forskot.