Gylfi Þór Sigurðsson var í miklu stuði fyrir lið Everton í dag er liðið vann 3-0 sigur á Fulham.
Gylfi byrjaði síðari hálfleikinn í dag ekki vel en hann átti þá vítaspyrnu sem fór í þverslá.
Okkar maður skoraði þó fallegt mark aðeins fimm mínútum síðar og fékk fólk til að gleyma klúðrinu.
Cenk Tosun kom Everton svo í 2-0 áður en Gylfi bætti við sínu öðru marki undir lok leiksins í flottum sigri.
Gylfi sannaði það enn og aftur hversu góður hann er að sparka boltanum en hann kláraði bæði færi sín mjög vel.
Hér má sjá mörkin.
Sigurdsson’s goal pic.twitter.com/D6zgHwkjEJ
— Icelandic Statistician™ (@IcelandicStats) 29 September 2018
Gylfi Sigurdsson’s 2nd goal vs Fullham pic.twitter.com/DaaCiqFe53
— Icelandic Statistician™ (@IcelandicStats) 29 September 2018