Valur er Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla annað árið í röð en liðið tryggði sér titilinn í lokaumferðinni í dag.
Valur var í engum vandræðum með botnlið Keflavíkur á Origo-vellinum og vann að lokum sannfærandi 4-1 sigur.
Valur endar tímabilið í efsta sætinu með 46 stig en þar á eftir koma Breiðablik með 44 stig og Stjarnan með 40 stig.
KR er síðasta liðið sem tryggir sér Evrópusæti en liðið mætti Víkingi Reykjavík í dag á Víkingsvelli.
KR hafði að lokum betur 3-2 í leiknum og tryggir sér fjórða sæti deildarinnar. Liðið er með jafn mörg stig og FH sem er með verri markatölu.
FH vann inn leik 1-0 gegn Stjörnunni en það reyndist ekki nóg. FH hafnar í fimmta sæti deildarinnar og er það versti árangur liðsins í fjölmörg ár.
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á KA en það er ekki nóg til að tryggja titilinn eftir sigur Vals á Keflavík.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur nú lagt skóna á hilluna en hann skoraði þrennu í sínum síðasta leik fyrir ÍBV í 5-2 sigri á Grindavík.
Úrslitin voru þá ótrúleg á Fylkisvelli þar sem heimamenn fengu Fjölni í heimsókn. Fjölnir var fallið fyrir leikinn.
Fylkir gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í 7-0 sigri og endar tímabilið á magnaðan hátt.
Valur 4-1 Keflavík
1-0 Einar Karl Ingvarsson(8′)
2-0 Haukur Páll Sigurðsson(14′)
3-0 Aron Kári Aðalsteinsson(sjálfsmark, 19′)
4-0 Dion Acoff(57′)
4-1 Helgi Þór Jónsson(88′)
Víkingur R. 2-3 KR
1-0 Rick Ten Voorde(víti, 21′)
1-1 Óskar Örn Hauksson(24′)
1-2 Atli Sigurjónsson(62′)
1-3 Halldór Smári Sigurðsson(sjálfsmark, 61′)
2-3 Geoffrey Castillion(70′)
Stjarnan 0-1 FH
0-1 Brandur Olsen(5′)
Breiðablik 4-0 KA
1-0 Thomas Mikkelsen(víti, 5′)
2-0 Willum Þór Willumsson(28′)
3-0 Willum Þór Willumssson(35′)
4-0 Thomas Mikkelsen(67′)
Fylkir 7-0 Fjölnir
1-0 Daði Ólafsson(27′)
2-0 Albert Brynjar Ingason(38′)
3-0 Hákon Ingi Jónsson(42′)
4-0 Albert Brynjar Ingason(66′)
5-0 Jonathan Glenn(74′)
6-0 Jonathan Glenn(81′)
7-0 Albert Brynjar Ingason(83′)
Grindavík 2-5 ÍBV
1-0 Aron Jóhannsson(4′)
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson(6′)
1-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson(10′)
2-2 Sito(49′)
2-3 Jonathan Franks(59′)
2-4 Kaj Leo í Bartolsstovu(82′)
2-5 Gunnar Heiðar Þorvaldsson(90′)