fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Valur Íslandsmeistari – Versti árangur FH í mörg ár

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. september 2018 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur er Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla annað árið í röð en liðið tryggði sér titilinn í lokaumferðinni í dag.

Valur var í engum vandræðum með botnlið Keflavíkur á Origo-vellinum og vann að lokum sannfærandi 4-1 sigur.

Valur endar tímabilið í efsta sætinu með 46 stig en þar á eftir koma Breiðablik með 44 stig og Stjarnan með 40 stig.

KR er síðasta liðið sem tryggir sér Evrópusæti en liðið mætti Víkingi Reykjavík í dag á Víkingsvelli.

KR hafði að lokum betur 3-2 í leiknum og tryggir sér fjórða sæti deildarinnar. Liðið er með jafn mörg stig og FH sem er með verri markatölu.

FH vann inn leik 1-0 gegn Stjörnunni en það reyndist ekki nóg. FH hafnar í fimmta sæti deildarinnar og er það versti árangur liðsins í fjölmörg ár.

Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á KA en það er ekki nóg til að tryggja titilinn eftir sigur Vals á Keflavík.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur nú lagt skóna á hilluna en hann skoraði þrennu í sínum síðasta leik fyrir ÍBV í 5-2 sigri á Grindavík.

Úrslitin voru þá ótrúleg á Fylkisvelli þar sem heimamenn fengu Fjölni í heimsókn. Fjölnir var fallið fyrir leikinn.

Fylkir gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í 7-0 sigri og endar tímabilið á magnaðan hátt.

Valur 4-1 Keflavík
1-0 Einar Karl Ingvarsson(8′)
2-0 Haukur Páll Sigurðsson(14′)
3-0 Aron Kári Aðalsteinsson(sjálfsmark, 19′)
4-0 Dion Acoff(57′)
4-1 Helgi Þór Jónsson(88′)

Víkingur R. 2-3 KR
1-0 Rick Ten Voorde(víti, 21′)
1-1 Óskar Örn Hauksson(24′)
1-2 Atli Sigurjónsson(62′)
1-3 Halldór Smári Sigurðsson(sjálfsmark, 61′)
2-3 Geoffrey Castillion(70′)

Stjarnan 0-1 FH
0-1 Brandur Olsen(5′)

Breiðablik 4-0 KA
1-0 Thomas Mikkelsen(víti, 5′)
2-0 Willum Þór Willumsson(28′)
3-0 Willum Þór Willumssson(35′)
4-0 Thomas Mikkelsen(67′)

Fylkir 7-0 Fjölnir
1-0 Daði Ólafsson(27′)
2-0 Albert Brynjar Ingason(38′)
3-0 Hákon Ingi Jónsson(42′)
4-0 Albert Brynjar Ingason(66′)
5-0 Jonathan Glenn(74′)
6-0 Jonathan Glenn(81′)
7-0 Albert Brynjar Ingason(83′)

Grindavík 2-5 ÍBV
1-0 Aron Jóhannsson(4′)
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson(6′)
1-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson(10′)
2-2 Sito(49′)
2-3 Jonathan Franks(59′)
2-4 Kaj Leo í Bartolsstovu(82′)
2-5 Gunnar Heiðar Þorvaldsson(90′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Í gær

Ummæli sérfræðingsins vekja athygli – Áttu að næla í leikmann Villa þegar goðsögnin hætti

Ummæli sérfræðingsins vekja athygli – Áttu að næla í leikmann Villa þegar goðsögnin hætti
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“