Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni nú klukkan 16:30 er Chelsea fær lið Liverpool í heimsókn.
Þessi tvö lið mættust fyrr í vikunni en Chelsea hafði þá betur 2-1 á Anfield í enska deildarbikarnum.
Allar stjörnurnar snúa aftur í byrjunarliðin í dag en hjá Liverpool spilar Virgil van Dijk. Hann var tæpur fyrir leikinn.
Hér má sjá byrjunarliðin á Stamford Bridge.
Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Rudiger, Luiz, Alonso, Jorginho, Kante, Kovacic, Willian, Hazard, Giroud
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Wijnaldum, Henderson, Milner, Mane, Salah, Firmino