Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, elskar að skora mörk og hefur hann gert nóg af því á ferlinum.
Gylfi var á sínum stað í byrjunarliði Everton í dag sem leikur við Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi klikkaði á vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik en svaraði svo fyrir sig fimm mínútum síðar og skoraði með fínu skoti fyrir utan teig.
Þetta var 18. mark Gylfa fyrir utan teig síðan 2011 og er aðeins einn leikmaður sem er með betri tölfræði.
Philippe Coutinho skoraði 19 mörk fyrir utan teig fyrir Liverpool áður en hann samdi við spænska stórliðið Barcelona.
Gylfi er frábær skotmaður og heldur áfram að sanna það en hann tekur í dag flest föst leikatriði hjá Everton.